Mánudagur, 1. september 2008
Sarah Palin...
Sarah Palin, varaforsetaefni Rebúblikana í Bandaríkjunum, hefur m.a eftirfarandi skoðanir: Hún vill láta kenna sköpunarsöguna í grunnskólum sem vísindi til jafns við þróunarkenninguna. Hún vill banna fóstureyðingar alfarið. Þá líka við eftir nauðgun og sifjaspell. Hún er á móti hjónabandi og sambúð samkynhneigðra og því að þeir fái að ættleiða börn. Hún vill láta bora eftir olíu í þjóðgörðum Alaska. Hún er ævifélagi í samtökum byssueigenda og því á móti allri takmörkun á byssueign. Hún er fylgjandi dauðarefsingum.
Nei...hún er ekki 150 ára gömul eins og halda mætti af upptalningunni...hún er 44 ára !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ þetta er hræðilegt. Þó að ég vilji vera umburðarlynd gagnvart skoðunum annarra á ég erfitt með að sætta mig við svona afturhaldsöfgar. En repúblikanar hefðu aldrei farið að hafa frjálslyndissinnaða konu sem varaforsetaefni, en fyrr má nú vera...
Guðrún Vala Elísdóttir, 5.9.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.