Mánudagur, 17. apríl 2006
Reykhólakirkja
Á Páskadag hefur verið hefð hjá hluta fjölskyldunnar að sækja messu hjá Síra Ingibergi í Staðarhólskirkju. En nú brá öðruvísi við í ár, því síra Ingibergur er hættur prestskap og búið að leggja brauðið hans að hálfu undir Reykhólasókn. Því var ekki um annað að ræða en að aka norður á Reykhóla í messu. Það er reyndar ekki löng leið; um 37 km. Og sannarlega er leiðin falleg.
Ný presturinn á Reykhólum síra Sjöfn Þór tók á móti okkur í framkirkjunni og þegar inn var komið kom í ljós að dræm var kirkjusóknin. Reyndar dræm með einsdæmum virtist mér. En hvað með það messan var mjög fín og mæltist síra Sjöfn afar vel á einfaldan og alþýðilegan hátt. Þetta varð afar þægileg og falleg stund.
Undir sálmasöng var mér hugsað til þess þegar ég bjó með minni fjölskyldu á Reykhólum. Mjög góðar minningar eru þaðan og eitt er víst að aldrei síðar hef ég fundið eins skemmtilegan þorpsbrag eins og þar. Og kirkjan...hún á í okkur nokkur bein; tveir synir mínir voru skírðir þar.
Eftir messu gafst tækifæri til að heilsa upp á fólk og rabba aðeins. Nú eru fyrverandi nemendur mínir þarna um þrítugt. En allir muna samt eftir öllum. Alltaf þægilegt að koma út á Reykjarnesið. Og á heimleið gladdi það mig verulega að sjá að tvö hús voru í byggingu í þorpinu og önnur tvö nýbyggð.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.