Mánudagur, 11. ágúst 2008
Veislur að baki
Á laugardaginn var síðbúin fermingarveisla hjá Páli Sigurgeirssyni "Palla" hjá tengdaforeldrum mínum. Palli býr ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku svo þau komu öll gagngert á Frón til að halda upp á ferminguna sem fór fram í vor hið ytra. Svo þar kom öll Guggufjölskylda saman.
Svo í dag átti Daníel "Sigguson" 6 ára afmæli. Ekki var svo lítið á boðstólnum þar heldur og þar kom öll mín fjölskylda saman.
Alltaf gott að hittast í stórfjölskyldinnu af og til og finna hvað maður eldist hægt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha ha góður með að eldast hægt, en satt segirðu ;)
Guðrún Ing
Aprílrós, 11.8.2008 kl. 22:55
Ég skil nú aldrei í því hvað ég eldist hægt, miðað við alla hina (eða þannig sko!). Er maður ekki alltaf ungur inn við beinið .
Kv
Guðbjörg O.
Guðbjörg Oddsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:10
ég hef aldrei skilið þennan hraða á börnunum að vaxa og breytast heil býsn á meðan ég stend í stað, ja nánast, rétt farin að grána hehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.