Fimmtudagur, 26. júní 2008
Nýtt myndaalbúm
Var að setja inn nokkrar myndir af Luciu eftir veru hennar á Íslandi. Endilega lítið í albúmið !
Lucia lærði aldrei almennilega að klæða sig eftir íslensku veðri. Ef það var laugardagskvöld þá fór hún fínt klædd út og þá gjarnan í háhæluðum skóm í stuttu pilsi og skipti þá engu máli hvort það var 14 stiga frost eða bylur.
Lucia var hinsvegar afar dugleg að aðlaga sig íslenskum mat og borðaði næstum því allt sem fyrir hana var borið. Slátur fannst henni gott, líka flatkökur og hangikjöt. Fiskur var þó seint í uppáhaldi nema þá lax. Hún borðið oft furðu vel og sló jafnvel Stulla og Kela við.
Hún beit aldrei í brauð (myndin sýnir heiðarlega tilraun); braut það alltaf að ítölskum sið, aldrei séð ostaskera eins og við notum og aldrei séð fyrr að pesto væri notað á brauð.
Á Íslandi upplifði hún í fyrsta skipti kvennprest við störf og jarðskálfta upp á 6, 3.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.