Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ísbjörn í 200m fjarlægð
Ef ísbjörn fyndist nú í 200m fjarlægð frá Selfossi, þar sem búa um 6000 manns...yrði þá ákveðið að bíða í 20 - 30 tíma eftir sérfræðinig frá Danmörku ? Fólki yrði auðvitað tryggt öryggi með lögreglu og björgunarsveitum þannig að ef bangsi myndi fara á ról...þá yrði hann skotinn. Og að sjálfsögðu yrðu íbúar á Selfossi að halda sig innandyra í þessa 20 - 30 tíma. Öryggisins vegna.
Ég held að aldrei hefði komið til þessa. Skelfing og reiði hefði gripið um sig og dýrið verið aflífað á stundinni.
En þarna á bænum Hrauni á Skaga býr bara ein fjölskylda og hún varð að lúta ákvörðunum um útgöngubann og sætta sig við raunverulega hættu við bæjardyrnar klukkustundum saman og horfa upp á bangsa greyið hakka í sig æðarvarp, sem hefur tekið árin að rækta. Enda ákvörðunin um að reyna að ná dýrinu lifandi tekin í Reykjavík þar sem enginn bangsi var nálægur, enginn hræddur og enginn í útgöngubanni....því alveg sjálfsagt að bjóða þessum bændum þarna á Hrauni uppá þessar aðstæður. Góður staður fyrir svona tilraunastarfssemi.
En tilraunin mistókst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu.
Afar sérkennilegt að fylgjast með því að atvinna fólks og tilvera var fótum troðin til að halda lífi í ísbirni.
Magnús Þór Jónsson, 18.6.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.