Mánudagur, 16. júní 2008
Suðurland
Nú líður að því að Lucia kveður Ísland. Við notuðum því alla helgina í að ferðast með hana um Suðurlandið. Laugardagurinn var mjög fallegur, bjartur og hlýr og því tilvalinn til að njóta náttúrunnar. Við fórum hefðbundna ferðamannaslóð; Kerið, Geysir og Gullfoss.
Á sunnudeginum blés af suðvestri og gerði skúri á Selfossi. Við ókum hinsvegar beint upp í Þjórsárdal og svo áfram upp á hálendi. Og merkilegt nokk. Í Þjórsárdal var um 11 stiga hiti en uppi við Hrauneyjarfossvirkjun var 16 stiga hiti og sól. Fórum allaleið að Þórisvatni, sem skartaði sínum sérstaka blá lit í sólskininu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.