Leita í fréttum mbl.is

Sá stóri

Jæja ég sem hélt að ég væri alveg öruggur með að lenda ekki í stórum jarðskjálfta þegar ég flutti á Selfoss 2002.  Nýbúinn stór Suðurlandsskjálfti.

En það kom ansi hressilegur skjálfti sem hafði mikinn eyðileggingarmátt. Hér á heimilinu splundruðust brothættir mundir út um allt hús.  Eyðileggingin grúfði yfir öllu. Misstum mikið af leirtaui, myndum og styttum.  Stórt safn af sérstkökum kristal sem Gugga var búin að safna síðan hún var 14 ára fór næstum allt.  Einnig erfðarmatarstell...bara eftir 4 gripir.  Hillur, borð, skápar og rafmangstæki skemmdust eða eyðulögðust. Húsið sjálft virðist vera furðu stekbyggt...en þetta er annar jarðskálftinn á 8 árum og það sér ekki á því....gæti reyndar komið eitthvað í ljós síðar.

En allir sluppu heilir í fjölskyldunni.  Enginn inni í húsinu nema hin ítalska Lucia.  Hún hafði auðvitað aldrei reynt annað eins en náði sér furðu fljótt.  Rikki minn var að leik við aðra stráka heima hjá einum þeirra og varð upplifun hans erfið.

Búið að vera mikið um að vera í Vallaskóla, en skólinn hefur verið fjöldahjálparmiðstöð síðstu sólarhringa.  Bæði skólahúsin stóðu skjálftan vel af sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 206223

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband