Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Að hræðast Múslima !
Guðjón Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins mun hafa sagt í sjónavarpsviðtali á dögunum að hann óttaðist múslima. Hafa ýmsir bent á að þetta séu hreinir kynþáttafordómar.
Ég held að afar margir Íslendingar séu á varðbergi gagnvart múslimum. Ég er veit fyrir víst um fólk, sem fékk nýja nágranna þar sem fjölskyldufaðirinn var múslimi af arabísku bergi brotinn. Þetta friðelskandi og grandvara fólk varð talsvert óöruggt gagnvart hinu nýju nágrönnum. Þau voru áhyggjufull en áttu mjög erfitt með að útskýra hversvegna. Ég held að þessi ómeðvitaði ótti sé eitthvað sem fólk feli þegar hann kemur upp á yfirborðið. Fólk vill síst af öllu vera orið sekt um kynþáttafordóma.
Þegar Guðjón Kristjánsson segist óttast muslima er hann eflaust að segja það sem margir hugsa en þora ekki að segja. Umræða um múslima og nýbúa getur orðið til að upplýsa fólk og þá dregur úr þeirri hættu að fólk finni til öryggisleysis eða ótta gagnvart ákveðnum hópum nýbúa.
Íslendingur sem ekki kann ensku en þarf að gera sig skiljanlegan á einhvern hátt þegar hann pantar mat á matsölustað.....má hann ekki fyllast öryggisleysi án þess að það séu kynþáttafordómar ?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206222
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.