Þriðjudagur, 31. október 2006
Það eru ennþá ber !
Ekki hefði ég trúað því að Krækiberin væru enn æt. Fór með Kátu upp í Ingólfsfjall í gönguferð nú í dag. Þegar ég var búinn að ganga framhjá nokkrum þéttsetnum krækilyngum af svörtum og gljáandi berjum, gat ég ekki stillt mig lengur og ákvað að smakka á berjunum. Og viti menn stór hluti af þeim berjum, sem enn eru á lyngum, eru ófrosin. Stærri berin eru reyndar frekar vatnskennd, en þau minni eru bara ferlega góð.
Ef ég fer aftur á morgun þá er það í fyrsta skipti á ævinni sem ég fer í berjamó í Nóvember.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.