Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Stéttarskipting Engla
Á engla er víða minnst í Biblíunni, og hafa þeir löngum verið snar þáttur í helgihaldi kirkjunnar víða um heim. Englar eru sagðir ósýnilegar himneskar verur, sem þjóni Guði og vinna í hans nafni. Engalarnir voru skapaðir af honum í upphafi og eru búnir skynsemi og frelsi. Lífssvið þeirra er eilífðin sjálf, ekki tíminn. Þeir vegsama Guð og vernda menn og dýr.
En hvern hefði órað fyrir það að í röðum engla væri stéttarskipting. En svo er og verða nú stéttir engla kynntar í virðingarröð:
Serafar eru næstir hásæti Guðs og lofa hann þar og tigna, syngjandi dýrðaróð kærleikans.
Næstir koma Kerúbar ,sem standa vörð um hásætið og einnig lífsins tré í Paradís. Óður þeirra er viska og speki. Þeir munu hafa tvo, fjóra eða jafnvel sex vængi, sem stundum eru þaktir augum.
Trónar kallast síðan næsta stétt engla og standa þeir umhverfis hásæti Drottins. Þeim er gjarnan lýst sem vængjuðum hjólum. Þeir eru stundum sýndir í mannsmynd og þá hafðir í bænastellingu og með ríkisepli og veldissprota eins og konungar. Þeir eru í hvítum kyrtlum og með græna stólu og oft með gylltan linda um sig miðja. Vængir þeirra eru oft sýndir alþaktir augum.
Næstir í röðinni eru Herradómar , sem voru álitnir farvegur guðlegrar miskunnar, en dyggðir þeirra tengjast oft hetjum trúarinnar og öðrum sem áttu í hinni góðu baráttu í þágu Guðs.
Tignirnar eru fimmtar í röðinni og mynda framvarðasveit ljóssins gegn myrkrinu. Hlutverk þeirra er að vinna kraftaverk á jörðu og einkenni þeirra er stafur með ríkisepli á endanum.
Þá er komið að Máttarvöldunum, sem ríkja yfir jörð, vatni, lofti og eldi. Þau eru verndarar þjóðanna og eiga að halda illum öflum í skefjum.
Erkienglar er trúlega þekktasta stétt engal fyrir utan venjulega oframaða engla. Erkienglanir eru gjarnan sagðir fjórir: Gabríel, Mikael, Rafael og Úríel. Gabríel er oft talinn þeirra æðstur, en hann er boðberi Guðs. Einkennistákn Gabríels er lilja eða stafur með krossi. Hann er oft sýndur vængjalaus. Mikael er löggjafinn, vörn sálanna, og fer fremstur í orrustunni gegn hinu illa. Rafael er það hlutverk falið að lina þrautir mannanna. Hann er ýmist sýndur með göngustaf í hendi eða fisk. Úríel er engill ljóssins og ræður yfir dánarheimum. Í sumum ritum er hann nefndur Phanúel, andlit Guðs.
Til neðstu stéttarinnar, engla, tilheyra svo aðrar ljósverur himinsins. Þeir eru ósýnilegir verndarar á hinum ýmsu stundum. Elstu engilsmynd kristninnar gefur að líta í katakombunum í Róm frá 2. öld, en hún sýnir boðun Maríu.
Í Biblíunni koma englarnir fram í mannsmynd, yfirleitt vængjalausir, nema æðstu stéttirnar tvær. Þannig að venjulegur engill virðist ekki hafa vængi. Það er ekki fyrr en á 4. öld að farið er að sýna aðrar stéttir engla vængjaða á myndum. Á 15. öld verða englar kvenlegri ásýndum og jafnvel sýndir sem börn.
Ofnagreindar upplýsingar um Stéttir engla voru fengnar af Visindavefnum.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.