Miðvikudagur, 26. mars 2008
Verktakar hefna sín....ef þeim er mótmælt.
Fyrir nokkrum vikum bloggaði ég um "spennitreyju verktakanna" þar sem ég fullyrti að sveitarfélögin væru að missa forystu sína í skipulagsmálum og treystu æ meira á frumkvæði stórra verktaka. Afleiðingin væri oftar en ekki lítt ígrunduð skipulagsslys með litlausum hverfum.
Nú er umræða um yfirgefin og niðurnýdd hús í gamla miðbænum í Reykjavík. Verktakar kaupa upp hús með væntingar um að byggja ný og stærri hús á einstökum lóðum eða nokkrum lóðum saman. Síðan kemur í ljós að leyfi fást ekki til slíkra skipulagsbreytinga og verktakinn situr uppi með eignir sem hann gæti hugsanlega selt ef hann gerði slíkt strax. Það gerir hann hinsvegar ekki vegna gróðavonar um að leyfi fáist síðar og reynir þá í kjölfarið að skapa "ástand" í kringum yfirgefin hús og svæði til þess að þrýsta á skipulagsyfirvöld.
Fyrir barðinu á þessari græðgi verktakanna verða svo íbúar í nágrenninu miklu fremur en skipulagsyfirvöld. Íbúarnir horfa upp á hústökufólk, íkveikjur og draslaragang af öllu tagi. Hverfið þeirra verður verðminna. Því er best að forða sér úr hverfinu sem fyrst, því verktakarnir þeir hefna sín...ef þeim er mótmælt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.