Þriðjudagur, 17. október 2006
Sundlaugarsögur II
Útlendingar haga sér stundum með ólíkindum í íslenskum sundlaugum. Margir þeirra eru mjög óvanir því að ganga um alsberir innan um aðra og fara með veggjum í slíkum hópi. Ekki er óalgengt að þeir labbi á sundskýlum inn í búningsherbergi eftir að hafa þrifið sig án þess að fara úr skýlunni. Ég hef bæði séð þá klæða sig úr skýlu og í brók innan undir handkæði eða bara fara beint í gallabuxur utanyfir blauta sundskýluna.
Einu sinni sá ég tvo útlendinga sem ekki höfðu fyrir því að mæta með handklæði, heldur þerruðu sig hátt og lágt með klósettpappír og stóðu svo góða stund undir hárþurrkunni. Þeir spjölluðu léttir í lund, sennilega á pólsku, á meðan eins og ekkert væri sjálfsagðara.
En útlendingurinn sem fór í Hagkaupsnærbuxunum sínum í sund sló samt allt út. Hann kom svo inn, fór úr nærbuxunum, skolaði og þreif þær vel í vaski, vatt þær og þurkaði lengi lengi með hárþurrkunni. Skellti sér svo í þær aftur, klæddi sig og fór.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.