Sunnudagur, 15. október 2006
Sundlaugarsögur I
Ég hef farið undanfarin þrjú ár reglulega í sund hér á Selfossi. Það hefur tvennt komið mér á óvart; hvað þetta er nú heilsusamlegt og gott og hvað mikið er um furðulegt athæfi í lauginni. Ég ætla hér í næstu pislum að nefna nokkur dæmi um skýtna upplifun.
Þegar ég syndi reyni ég að velja braut sem enginn er að nota. Eftir nokkra mánuði varð ég var við það að sumt fólk syndir alltaf á sömu brautinni og skiptir þá engu hvort einhver sé að synda í brautinni eða ekki. Ég fattaði þetta ekki strax, en einu sinni þegar ég var að synda einn í lauginni á þriðju braut koma kona í laugina að synda. Hún gekk rakleiðis að þriðju brautinni og hóf þar að synda með mér. Ég hélt náttúrulega að hún væri ja ekki alveg í lagi og færði mig bara á næstu braut. Síðan gerðist þetta aftur og einu sinni gerðist það á annarri braut líka; ég einn að synda þegar eldri maður kemur velur að synda bara á sömu braut og ég. Svo var það nýlega að ég og konan syntum ein á þriðju braut að ég ákvað að prufa að færa mig ekki. Þá fyrst byrjaði fjörið. Konan gerið sig nánast eins breiða og hægt var á miðri brautinni og gaf mér stingandi augnaráð sem þýddi; sérðu ekki að hér syndi ég og allar hinar brautirnar eru lausar.
Jú, ég sá það og færði mig enda varla hægt að synda þarna fyrir henni. Og síðan þá hefð ég passað að fara ekki á þriðju braut ef enginn er að synda.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.