Leita í fréttum mbl.is

Taekwondó

Kristín tækvodómeistariÉg er búinn að vera í morgun og framyfir hádegi í dag á stóru Taekwondó móti hér á Selfossi.   Ég vissi svo sem ekki mikið út á hvað þetta gekk nema að keppendur spörkuðu mikið.  Ástæða þess að ég fór á mótið er hinsvegar að Kristín frænka (dóttir Siggu systur) var að keppa en hún hefur verið duglega að æfa undanfarin ár.

Kristín sagði mér eitt og annað varðandi íþróttina svo að ég gat horft á þessa bardaga og skilið þá.  Þetta var mjög áhugavert og sumir furðu fimir við við að sparka hátt í loft upp og já hreinlega hálfrota andstæðingana.  Selfossdeildin virtist standa sig þokkalega.

Svo var komið að Kristínu að keppa og það varð mjótt á munum.  Kristín er flínk í þessu og hlýtur að hafa þessa snerpu og þetta afl úr móðurættinni sinni. Kristín lenti í öðrusæti og verður það nú að teljast góður árangur, þótt ég efist ekki um að hún hafi ætlað sér gullið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

til hamingju með frænku, kemur ekki gullið bara næst

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 14:54

2 identicon

Hehe stóri bróðir, nú held ég að óskhyggjan hafi náð tökum á þér. Snerpan og aflið hennar Kristínar kemur  EKKI úr móðurættinni......  því miður.

En hún er flott, það er ekki spurning.

Sigga (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband