Leita í fréttum mbl.is

Stafrænar ljósmyndir

Með þessum frábæru starfrænu tækni er nú ekkert auðveldara en að taka helling af stafrænum ljósmyndum.  Smella af við öll tækifæri, taka fjöldann allan af myndum af sama viðfangsefninu.  Minniskortin taka mörghundruð myndir og það þarf oft aðeins að styðja á einn takka og myndirnar eru komnar í tölvuna.

Og hvað svo ?

Nú vandast málið.  Hvernig er best að geyma myndirnar til frambúðar ?  Hvernig er hægt að vinna með myndirnar ?  Hvernig geri ég þær aðgengilegar öðrum ? Hvað þarf ég öflugan tölvubúnað ? Og framvegis.  Staðreyndin er að myndir hlaðast upp í þúsundatali á mörgum heimilum...og of lítill tími finnst til að vinna með þær. 

Hjá mér er þetta stöðugur hausverkur og hef talsvert fyrir því að vinna með myndir, koma þeim á netið, eða á flakkara, finna hugbúnað til að sýsla með myndir og myndasöfn, bjarga þeim úr einni tölvunni í aðra og framvegis.  Nú hef ég setið drjúgan hluta helgarinnar og verið að vinna með ljósmyndir 2007.  Með miklum viljastyrk og reyndar talsverðum áhuga og ánægju hefur mér tekist að halda í horfinu í þessum geira ....eðahvað ?

Nei...ótalin er nefnilega vinnan við stafrænu vídeómyndirnar...ó mig auman....þær á ég óunnar frá 2005.....og ég kann eiginlega ekket á klippiforit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ææ, ÞAÐ er mikið verk, gangi þér vel strákur!

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

uhm... tómt vesen... eins og er nú gaman að taka myndir.  Eiginmaðurinn gaf mér þennan líka frábæra ljósmyndaprentara í jólagjöf svo hægt væri að prenta út eitthvað af þessum starfrænu listaverkun, en æ ... hann reyndist bilaður,,,, altso prentarinn,,,, og enn er allt hér og þar og óútprentað.

Gleðilegt árið!!!

Guðrún Vala Elísdóttir, 13.1.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband