Föstudagur, 11. janúar 2008
Spennitreyja verktakanna
Víða um land eru sveitarfélög í erfiðleikum með hina "áköfu" verktaka. Verktakarnir beita ýmsum ráðum til að komast yfir eignir á "reitum". Þeir leggja afar oft til að byggt sé hærra en íbúar í nágrenninu kæra sig um. Þeir hafa lóðir í heilu hverfunum svo litlar að ómögulegt er að hafa á þeim tré og þeir hafa heilu hverfin í nauðalíkum parhúsum. Allt þetta þó nóg sé af byggingasvæði í landinu. Ekkert er heillagt og markmiðið er aðeins eitt...að græða sem mest á hverjum fermetra.
Fátt er svo með öllu illt þegar kemur að samdrætti sem er víða á landsbyggðinni. Þar hafa verktakar ekki neina löngun til að byggja og þar fá götumyndir og saga að vera í friði.
Eg segi því: Gott hjá Húsfriðunarnefnd og gott fyrir gömlu Reykjavík.
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki verktakinn sem er í spennitreyju í þessari framkvæmd, það eru framsæknir menn sem vilja sjá framþróun verslunar í miðbær höfuðborgar okkar ekki stöðnun eins og hefur verið í miðbænum undanfarna áratugi, og keppa þar með við verslunarmiðstöðvartröllin sem er í úthverfunum... hvernig væri miðborgin okkar ef einungis væru niðurtídd fúinn timburhús sem stenst ekki nútíma kröfur.
Miðborgin er bara að fylgja þróuninni hægt og rólega, og skipta eldri byggingum út fyrir nýjar.
Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.