Leita í fréttum mbl.is

Íslensk kornrækt í nútíð og fortíð

c_documents_and_settings_loi_desktop_gogn_myndirnar_minar_mislegt_korn.gif

Landnámsmenn komu úr Vestur-Noregi og Skotlandseyjum þar sem kornrækt hafði verið aðalbjargræðisvegur íbúanna í 3000 ár. Þeir hafa frá upphafi reynt að rækta korn hér á landi þótt sumarhitinn væri 3-4°C lægri en á heimaslóðum þeirra. Nokkrar heimildir eru um kornrækt á söguöld en hún mun hafa verið ótrygg og korn var munaðarvara. Kuldatíð á þrettándu öld varð kornræktinni þung í skauti og endahnútinn reið innflutningur á ódýru korni frá Eystrasaltslöndum sem hófst fyrir alvöru um 1300.

Litlum sögum fer af kornrækt næstu aldir þótt nokkrum sinnum væri hún reynd. Mest alvara var í tilraun sem gerð var af stjórnvöldum um 1750. Þá voru 15 norskir og danskir bændur fluttir hingað til að kenna landsmönnum kornrækt meðal annars. Sú tilraun fór í handaskolum enda var tíðarfar þá með alversta móti.

Kornrækt nútímans hófst þegar Klemenz Kristjánsson hóf tilraunir í Reykjavík 1923 og á Sámsstöðum frá 1927. Kornrækt hans gekk vel enda var árferði gott. Kornrækt var reynd af alvöru og með viðunandi árangri í öllum landshlutum. Mest umsvif urðu um og eftir 1960 á Fljótsdalshéraði og á Rangárvöllum. Ætla má að korni hafi þá verið sáð í 300–400 ha á ári þegar best lét.

Afturkippur kom í kornræktina með kalárunum 1965. Næstu 15 ár var korn aðeins ræktað á Sámsstöðum og á Þorvaldseyri. Árið 1981 hófu svo bændur í Austur-Landeyjum kornrækt með félagseign á vélum og tækjum. Síðan hefur kornrækt aukist með ári hverju. Kornrækt hófst á Fljótsdalshéraði og í Hornafirði um 1985, í Árnessýslu og Eyjafirði 1990, í Skagafirði 1993 og í Borgarfirði 1995.

Haustið 2000 var bygg skorið af um 1500 hekturum. Kornræktarbændur voru þá 295 talsins í öllum landsfjórðungum. Ætlað er að heildaruppskeran hafi verið tæp 5000 tonn af þurru korni eða um 8% af því kolvetnafóðri sem notað er hérlendis. Vissulega var árferði gott. Þyngra vegur þó þekking sem aflað hefur verið með rannsóknum og reynslu ásamt framförum í tækni og kynbótum.

Heimild: Jónatan Hermannsson, Handbók bænda 2001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband