Leita í fréttum mbl.is

Sigríður Símonardóttir

Sigríður Símonardóttir varð 80 ára þann 6. desember síðastliðinn.  Sigríður eignaðist aðeins eitt barn; Birnu móður mína.    Silla amma eins og hún er nú oftast kölluð er semsagt amma mín og langamma barnanna minna.

Amma Silla er ern; hún býr ein í parhúsi hér á Selfossi, sem hún byggði sér sjálf þegar hún var 75 ára, hún ekur um á Hondu Accord, hún gengur reglulega og iðkar vatnsleikfimi, þá föndrar hún einnig heilmikið og hefur náð frábærum árangri í vinnu með gler.  Í sumar hafði hún fyrir því að hoppa á skóflu og kanntskera hjá sér.    Amma hugsar að öllu leyti um sig sjálf og húsið hennar er alltaf nýskúrað og hreint.

Silla amma 80 áraAmma Silla er mjög gestrisin og því kemur ekki á óvart að þar eru oft gestir.  Hún hefur einstakt lag á því að koma ofan í fólk miklu magni af kökum og sætindum af öllu tagi.  Börn í nærliggjandi húsum reka oft inn kollinn í hjá henni enda mega þau eiga von á hlýjum orðum og sætum bita.

Haldið var uppá afmælið hennar ömmu laugardaginn 8.desheima hjá Siggu systir og var aðeins nánasta fjölskylda hennar í boðinu.  Amma vildi ekkert tilstand enda ljóst að ef hún hefði haft opið hús hefði vel á annað hundrað manns mætt.

Afmælið var fínt, reyndar vantaði pabba, sem þurfti að fylgja frænda okkar til grafar vestur í Dölum þennan sama dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún amma er frábær í allastaði hörku dugleg;-)

Birna Björt (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband