Fimmtudagur, 13. desember 2007
Lucia
Í dag er ljósahátíð. Dagurinn er til heiðurs dýrðlingnum Luciu sem þýðir "sá sem ber ljósið" enda er Lucia vel þekkt sem verndardýrðlingur blindra og sjónskertra. Lucia er ítölsk og er á þeim slóðum mikilsverður dýrðlingur og þá sérstaklega meðal kvenna. En vegna tengsla við birtuna og nálægðar 13. des. við vetrarsólstöður varð hún persónugervingur sólstöðuhátíða á Norðurlöndunum. Um siðaskiptin reyndu mótmælendur að losa sig við dýrðlinga úr kaþólskum sið en ekki tókst að losna við Luciu.
Á 18. öld fór að bera á þeirri Lúsíu sem þekkist í dag þegar elsta stúlka heimilisins var klædd sem Lucia og bar fram kaffi og brauð til heimilisfólks. Snemma á 20. öldinni var síðan farið að halda skipulagðar Lúsíuhátíðir í Svíþjóð. Á Íslandi er siðurinn að færast í aukana, þó mest meðal Svía, Norðmanna og Íslendinga sem hafa búið á Norðurlöndunum.
Svo skemmtilega vill til að hjá okkur býr skiptinemi frá suðru Ítalíu, sem heitir Lucia. Hún segir að móðir sín hafi viljað að hún héti sama nafni og dýrðlingurinn. Og viðurkennir að uppáhaldsdýrðlingur sinn sé Lucia.....já svo það var eiginlega út af því sem ég ákvað að lesa mér aðeins til um þessa hátíð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.12.2007 kl. 10:35 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einu sinni í Svíþjóð þegar þessi hátíð var haldin. Það var fínt. Þá var haldin fegurðarsamkeppni líka minnir mig - eða hvort fólkið sem ég var hjá talaði um að oftast væri valin Lucia einhver sem þótti fallegust.
En þetta fór allavega þannig fram að stelpur klæddu sig í hvítt og voru með krans á höfðinu með 4 logandi kertum í (þarna voru þau farin að nota gerfikerti... enda ábyggilega ekki notalegt að fá kertavax ofan í kollinn) og svo var sungið lag sem hét Santa Lucia. Það er mjög fallegt lag.
Hulda Brynjólfsdóttir, 16.12.2007 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.