Leita í fréttum mbl.is

Allt komið á 100

Þá má segja að allt sé komið á 100aðið.  Nú er verið að keppast við að klára skólann og undirbúa jólin.  Stulli var á fimmtudaginn í "gráðun" í júdoinu og gekk vel.  Kominn með appelsínugula rönd, sem verður að appelsínugulu belti eftir áramót.  Amma átti 80 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag og það var haldið upp á það hjá Siggu systur og aldrei þessu vant steingleymdi ég myndavélinni og er upp á aðra kominn með að fá myndir úr veislunni.  Keli er búinn í Hraðbraut fyrir jól og kominn í jólafrí og Birna á eitt próf eftir.  Gengur báðum bara vel.

 Svo bíða mín blessuð jólakortin; tekur sinn tíma að skrifa á þau. Búinn að setja upp slatta af jólaseríum...en slatta eftir.

Ég og Kejld erum komnir í jólafrí í Bridgeinu og hefjum leikinn aftur með klúbbnum eftir áramót.

Já og Tottenham vann í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Blessaður Lói minn, innilega til hamingju með hana ömmu þína, gaman væri að sjá myndir úr veislunni

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband