Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Þurt í júlí en blautt í október
Á Selfossi er sjálfvirk veðurathugunarstöð sem setur allar upplýsingar jafnóðum á netið. Mjög skemmtileg þjónusta fyrir þá sem hafa gaman af því að fyljast með veðri. Það er Verkfræðistofa Suðurlands sem heldur þessum vef úti á slóðinni http://www.verksud.is/vedur/reynivellir-nu.cfm
Ef gluggað er í samanburðartölur sést hversu þurt og hlýtt var í júlí og blautt í október. Þetta vita náttúrulega allir, en kannski áttar fólk sig ekki hversu afbrigðilegir þessir mánuðir eru fyrr en þeir sjá samanburð við fyrri ár. Sjá http://www.verksud.is/vedur/saga/samanburdur.htm
Ef aðeins er gripið niður í þetta sést að úrkoma var 70 % minni í júlí en meðaltal undanfarinna þriggja ára. Ef október er skoðaður sést að úrkoma í liðnum mánuði var um 300 % meiri en meðaltal undanfarinna ára... í raun var úrkoma í okt 2007 jafnmikil og samanlögð úrkoma í okt. áranna 2004, 2005 og 2006. Ætti allavega að vera gott fyrir orkubúskap þjóðarinnar þó það sé ekki annað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.