Leita í fréttum mbl.is

Margt að gerast

Þetta hefur verið nokkuð viðburðarík vika.  Þurfti að játa mig sigraðan og liggja veikur heima í tvo daga; þriðjudag og miðvikudag en það er nú ekki oft sem það gerist.

Á þriðjudag mætti svo nýr fjölskyldmeðlimur í húsið.  Skiptineminn Lucia frá Ítalíu.  Virðist vera endalaust pláss í mínu litla húsi.  Lucia verður vonandi sem lengst hjá okkur og þá fram á sumar. Nú erum við á fullu að læra nýja ítalska hætti.  T.d höfum við lært að nota heita mjólk út á morgunkornið í stað þess að vera með hana ískalda beint úr ískáp. 

Í gær(laugardag) var ég svo á skemmtilegu Bridge námskeiði hjá Bridgeklúbbi Selfoss.  Vorum í sjö tíma að æfa okkur að spila og liggja yfir útspilareglum, köllum og fl.  Þetta var mun skemmtilegra en ég hafði gert mér í hugarlund um.

Í gærkveldi  var árshátðið leikskólanna í Árborg haldin með miklum glæsileik á Hótel Selfossi.   Um 150 manns mættu og skemmtu sér saman.  Hljómsveitin Pass lék undir dansi fram eftir nóttu.

Í dag er svo stærsti hluti fjölskyldunnar að fara til RVK til að vera við Kaþólska messu með Luciu, Stulli að keppa í Íslandsmeistarmótinu í handbolta.

Á morgun er 9.bekkur (alls um 100 börn) að fara vestur í Dali í skólabúðir að Laugum.  Stulli fer náttúrulega og ég ætla að vera þarna fram á miðvikudag.

...já...Blush...það er margt að gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góða skemmtun á Laugum Lói minn.

Stjörnuspáin á eitthvað erfitt uppdráttar þessa daga, er búin að vinna mjööög mikið og er þá illa upp lögð í "spámennskuna" 

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.11.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 206223

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband