Leita í fréttum mbl.is

Sjoppur eru að deyja út

Mér sýnist að sjoppurnar séu að deyja smátt og smátt út.  Það er liðin tíð að maður labbaði kvöld rúntinn sinn út í sjoppu á kvöldin til að kaupa nammi. Sjoppur, þ.e söluturnar sem selja nær eingöngu sælgæti, tóbak og gos eru á hröðu undanhaldi.  Myndbandaleigur með sjoppuhorni, eða ísbúðir með sjoppuhorni eða grill við þjóðveginn með sjoppuhorni eru enn til staðar.  Trúlega fer nú samt myndbandaleigum að fækka verulega líka.

Nú er megnið af sælgætinu keypt í kjörbúðum eða bensínstöðvum og eru ótrúlega margir metrar af hilluplássi undir slíkar vörur.  Nú er t.d orðið erfitt að kaupa lítið af nammi...t.d í Bónus er hægt að kaupa minnst þrjá Ópal pakka saman.  Og lítil kók í gleri....það þarf nú að leita að slíku.  Og þótt söluturnum fækki þá hefur aldrei verið keypt eins mikið af sælgæti og drukkið eins mikið af gosi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband