Leita í fréttum mbl.is

Rauðrunni - rooibos

RooibosFyrir nokkrum vikum (eiginlega mánuðum) keypti ég mér rooiboste eða "rauðrunnate" eins og það heitir á íslensku.  Ég síðan drukkið þetta te reglulega og klárað hvern pakkann á fætur öðrum.  Prufað það í ýmsum bragðbættum útfærslum og líkað vel við þær allar.

Rauðrunninn á uppruna sinn að rekja til Suður-Afríku. Frumbyggjarnir notuðu rauðrunnann til að gera sér ávaxtamikið og sætt te, en seinna tóku Evrópubúar það upp eftir þeim. Greinar runnans voru þurrkaðar og síðan saxaðar í kurl. Teið var fyrst flutt út til fjarlægra landa á 18. öld, og útflutningurinn hefur aukist jafnt og þétt síðan. Þessi útflutningsaukning
varð til þess að menn fóru að rækta runnann skipulega og undir eftirliti. Hágæða rauðrunnate er hægt að þekkja á rúbínrauðum lit þess og hinu mjúka, sæta og ilmríka bragði sem gefur því þetta sérstaka bragð.  Teið er m.a gott við þunglyndi, svefnleysi, þynnku, öldrunareinkennum og magakrampa.

Nú áhrifin láta ekki á sér standa.  Þetta er algjört kraftaverkate, ef te skyldi reyndar kalla.  Nær væri að tala um jurtaseyði.  Fæst í öllum heilsubúðum og stærri kjörbúðum t.d Nóatúni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég ætla að muna eftir þessu þegar öldrunareinkennin fara að gera vart við sig. Í bili þarf ég alla vega ekki að kvarta undan neinu af ofantöldu, varla einu sinni þynnku þó ég fari í einstaka afmæli. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 2.10.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband