Leita í fréttum mbl.is

Bjórbókin á netinu

Af og til nota ég tímann og skoða vefsíður sem geyma fróðleik um bjór.  Ég hafði oft sett leitarorðið "bjór" inn í íslenska leitarvél en ekki fengið mikið út úr því.  Því hef ég verið að skoða og flakka um erlenda vefi sem fjalla um bjór og bjórmenningu.  Slíkir vefir eru, eins flesta grunar, fjölmargir.

Á einum slíkum vef, þar sem skráðir bjóráhugamenn, gátu gefið bjórtegundum einkunn fyrir bragð og gæði, rakst ég á íslenska bjóráhugamenn.  Sumir gáfu upp bloggsíður og smátt og smátt komst ég að því að fremur fámennt samfélag bjóráhugamanna var til staðar á Fróni.  Ein síðan vísaði mér á alíslenskan vef um bjór.  Vefurinn heitir bjórbókin og er á slóðini http://www.valli.is/bjorbok/NewBjorbok/index.htm   Þetta stórkostlega framtak Valla (eigandans) er lofsvert og kærkomið innlegg í fremur fábreyttar upplýsingar á íslensku um bjór.

Vefurinn er bæði fróðlegur og skemmtilegur.   Eigandinn skirfar m.a ferðasögur af bjórleiðangrum sínum.  Sumar ansi skemmtilegar.  Þá eru miklar upplýsingar um bjórstíl og fl.  Ég skora á alla sanna bjóráhugamenna að líta inn á vefinn og jafnvel taka þar þátt í spjalli um hinn himneska mjöð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband