Mánudagur, 10. september 2007
Áhyggjur
Ég veit að ég á ekki að hafa áhyggjur. Áhyggjur koma í veg fyrir að ég sjái það bjarta og fagra í veröldinni og stytta jafnvel lífið. Mér tekst ofast að hrista af mér ýmiskonar áhyggjur ef mér finnst þær vera orðnar of yfirþyrmandi. Meira að segja orðinn nokkuð leikinn í því. En ég verð að viðurkenna að stundum þegar ég er með öllu áhyggjulaus að þá leiðist mér. Svo stundum þá dunda ég mér við að hafa áhyggjur.
En það nýjasta er að ég hef orðið áhyggjur af nýjum áhyggjum. Ég er farinn að velta því fyrir mér hvað gerist ef pólarnir bráðna og sjórinn hækkar...hemm hvað stendur Selfoss eiginlega hátt yfir sjó ? Og hvað gerist í alþjóðlegri fjármálakreppu....ha ...hjálpi mér.
Já það er nefnilega eins gott að ef maður hefur áhyggjur að séu að minnsta kosti skemmtilegar áhyggjur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.