Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Hugumstóru hetjurnar okkar
Undirstöðum samfélagsins er haldið uppi af hugumstórum hetjum ár eftir ár.
- Leikskólar: Vantar fagmenntað fólk í miklum mæli. Talað um að víðast hvar sé aðeins einn þriðji starfsfólksins með fagmenntun. Og ekki bara það, heldur gengur víða afar erfiðlega að manna leikskóla með ófagmenntuðu fólki. Álagið sem verður á leikskólunum í kjölfarið eykst stöðugt á þá sem þar starfa enn. Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?
- Grunnskólar: Í marga áratugi hefur vantað kennara til starfa. Viða á landsbyggðinni hefur hlutfall fagmenntaðra verið milli 50 - 70 % og sérstakar undanþágur hefur þurft í hundruða tali svo hægt sé að halda uppi kennslu. Nú er ljóst að í höfuðborgina sjálfri vantar þetta eftirsótta vinnuafl. Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna?
- Lögreglan: Lögreglumenn eru nú að yfirgefa störfin sín í meiri mæli en áður. Milil reynsla og þjálfun hverfur í hvert sinn sem slíkt gerist. Aðstæður lögreglumanna og álag er eitthvað sem orðið er fyrir suma ekki þess vert að vinna við. Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna ?
- Hjúkrunarfræðingar: Verulegur skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum mörg undanfarin ár. Sumarlokanir á deildum eru staðreynd. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna mikla aukavinnu, og afsala sér frívöktum og sumarfríum. Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?
Það sem þessi störf eiga sameiginlegt að ekki er hægt að manna þau með "nýbúum" eða erlendu vinnuafli. Íslendingar hafa unnið þessi launarýru störf oft af mikilli hugsjón. Þeir sem enn eru að störfum í þessum stofnunum halda uppi samfélaginu. Hugumstrórt fólk sem enn heldur áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.