Mánudagur, 6. ágúst 2007
Orðið þreytt fréttaefni
Nú þegar verslunarmannahelgin er ekki lengur mesta ferðahelgi ársins er ekki nein sérstök ástæða til þess að búa til allar þessar fréttir af henni. Það finnst mér allavega. Mér finnst orðið ferlega þreytt að sjá fréttamenn í sjónvarpinu með Ártúnsbrekkuna í bakgrunni og segja fréttir af umferð.
Það sama finns mér um að "planta" niður fréttamönnum vítt og breytt um landið á einhverjum samkomum eða útihátíðum og láta þá þylja upp eitthvað fréttnæmt. Flestir flytja bara engar fréttir; segja hvernig veðrið er, hversu margir eru á staðnum og hvort lögreglan hafi haft mikið eða lítið að gera.
Það ferðast gríðarlega margir um jól, páska og hvítasunnu. Sem betur fer þurfum við ekki að horfa á Ártúnsbrekkuna með fréttamann í forgrunni í því samhengi.
![]() |
Umferð að þyngjast í átt til borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
allveg rétt ,svo er það bara orðið leiðilegt að sjá þessar fréttttir ,þetta er nátturlega asnalegar fréttir ,allir vita þetta fyrir framm að það verður mikil umferð þegar verslunarmannahelginn er lokinn
kaptein ÍSLAND, 6.8.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.