Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Af hverju hunsum við þessa hættu ?
Þegar íslenskir ferðalangar voru komnir til Tyrklands og um borð í rútur frá Plús ferðum, Úrval útsýn og Sumarferðum, var þeim öllum ákveðið sagt af fararstjórum ferðaskrifstofanna að vera EKKI í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00. Sólin væri sex sinnum sterkari en heima á Íslandi og þá er einnig hitinn mestur. Þetta hljómaði ekki einu sinni eins og ráðlagning, meira eins og fyrirmæli; "enginn á að vera í sólinni milli kl. 12.00 - 16.00. "
Það þarf nú ekki að sökum að spyrja en Íslendingarnir voru á öllum tímum við sundlaugarbakkann, nema ef vera skyldi á morgnana; þá voru margir ekki vaknaðir. Svo þarna hafðist blessaður landinn við á laugarbakkanum eða í lauginni yfir hádaginn (með hvíldum) í sexfaldri sól og 40 stiga hita (í skugga). Sumir dag eftir dag í eina til fjórar vikur. Okkur sýndist á ströndinni að þar væri sama sagan hjá nágrannaþjóðum.
Eins og fréttin greinir frá, þá vitum við af þeirri hættu, sem getur fylgt stífum sóböðum...en hvað er það sem veldur því að við hikum ekki við að hunsa þessa hættu í flestum tilvikum... og það þótt hún geti leitt til dauða ?
Sóldýrkendur meðvitaðir um hættuna á húðkrabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslendingar hafa alltaf tekið það óstinnt upp þegar einhver reynir að segja þeim fyrir verkum. Enda brenna þeir sig stundum á því (og í þessu tilviki líklega í bókstaflegri merkingu!).
Helgi Már Barðason, 5.8.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.