Leita í fréttum mbl.is

Ekki verið að kjósa um Islam

Það er ekki allskostar rétt að barátta í núverandi kosningum standi á milli þess veraldlega og Islam.  Sá flokkur sem nú fer með völd er hægrisinnaður og aðhyllist hófsama Islamska stefnu.  Ástæða þess að hann er svona vinsæll er fyrst og fremst því að þakka að gamli valdaflokkurinn var orðinn (og er hugsanlega) mjög spilltur.

Núverandi hófasami Islamflokkurinn hefur leitt gríðarlegar þjóðfélagslegar umbætur í Tyrklandi síðustu ár.  Hagvöxtur hefur ekki farið undir 7 % í hans valdatíð og verðbólga hefur minnkað verulega.   Erlend fjárfesting hefur stóraukist og almenn lífskjör batnað.  Árið 2005 voru samþykkt lög um réttindi kvenna þar sem þau voru stóraukin og viðurkennd samkvæmt tyrkneskum lögum.  Ofangreint sýnir að þessi flokkur er ekki að leiða þjóðina inn í trúarlegt samfélag.

Um 50 % Tyrkja eru ekkert eða lítið trúaðir samt kjósa þeir þennan flokk og þennan ágæta forsætisráðherra.


mbl.is Talning atkvæða hafin í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband