Laugardagur, 21. júlí 2007
Tyrknesk kattaþing
Eitt af því sem hvergi var hægt að lesa sér til á síðum ferðaskrifstofa né á Netinu var mikill fjöldi katta í lausagöngu. Við vorum vöruð við þessu í rútunni af flugvellinum á leið okkar til Marmaris. Talsvert er einnig af hundum á lausagangi, en þó mun minna.
Ekki bjuggumst við við slíkum fjölda katta, sem voru útum allar götur og inni á veitingatöðum, sérstaklega á kvöldin. Þó ekki á hótelinu okkar. Kettir þessir voru afar mismunandi á sig komnir; sumir grindhoraðir og nær hárlausir en aðrir fallegir og sællegir. Flestir voru þeir gæfir en við vorum alvarlega aðvöruð að vera nokkuð að eiga við þá. Dýrabit ættum við strax að tilkynna fararstjóra.
Opinbera skýringin á þessu kattafári er að tyrknesk heimili séu lítil og það hafi aldrei tíðkast að halda gæludýr inni; hvorki hunda né ketti. Kettirnir hafi því alltaf verið úti og fólk hjálpast til við að gefa þeim og hlúa að þeim. Við urðum líka mörgum sinnum vör við að Tyrkirnir væru að gefa köttunum. Það mynti einna helst á okkur Íslendingana að gefa blessuðum fuglunum.
Önnur skýring á fjöld þessara katta er hugsanlegur frágangur á sorpi , en honum var greinilega sumstaðar ábótavant. Kettir voru í sorphrúgum um allan bæ og höfðu örugglega mikið að borða því ferðamenn leyfa talsverðu.
Almennt virtist vestrænum ferðamönnum frekar standa stuggur af þessum köttum en hitt, þó sá maður börn gefa köttum snakk og annað góðgæti. Gæti best trúað að snakk væri aðalfæða sumra kattanna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.