Föstudagur, 20. júlí 2007
Skemmtilegar salernisferðir
Eitt af því sem maður upplifir nýtt og spennandi í Tyrklandi eru klósettferðir. Tyrkir hegða sér nefnilega nokkuð öðruvísi en við þegar kemur að notkun salerna.
Í fyrsta lagi er harðbannað að setja klósettpappír í klósettið. Klósettpappírinn setur maður í körfu við hliðina á klósettinu. Það þýðir að maður þarf að horfast reglulega í augi við saurugan úrgang sinn þegar maður kemur honum fyrir í körfunni. Ástæða þessa háttar er lélegt skolpkerfij í bæjum og borgum, sem aldrei myndi bera klósettpappírinn frá öllum hótelunum.
Í öðru lagi er sérstakt skolkerfi á klósettum. Þegar maður er búinn að gera stórt þá skrúfar maður frá krana við hliðina á klósettinu og þá sprautast vatn á óhreina staðinn og skolar burtu óhreynindum. Ekki er gott að skrúfa mikið frá í einu því þá vill vatnið sprautast á ýmsa staði utan sem innan klósettskálarinnar.
Íslendingar vilja nú telja sig frekar hreinláta að eðlisfari, en samt var enginn í hópnum sem mælti með sprautuhreinsuninni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.