Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegar salernisferðir

Eitt af því sem maður upplifir nýtt og spennandi í Tyrklandi eru klósettferðir.  Tyrkir hegða sér nefnilega nokkuð öðruvísi en við þegar kemur að notkun salerna.

Í fyrsta lagi er harðbannað að setja klósettpappír í klósettið.   Klósettpappírinn setur maður í körfu við hliðina á klósettinu.  Það þýðir að maður þarf að horfast reglulega í augi við saurugan úrgang sinn þegar maður kemur honum fyrir í körfunni.   Ástæða þessa háttar er  lélegt skolpkerfij í bæjum og borgum, sem aldrei myndi bera  klósettpappírinn frá öllum hótelunum.

Í öðru lagi er sérstakt skolkerfi á klósettum.   Þegar maður er búinn að gera stórt þá skrúfar maður frá krana við hliðina á klósettinu og þá sprautast vatn á óhreina staðinn og skolar burtu óhreynindum.  Ekki er gott að skrúfa mikið frá í einu því þá vill vatnið sprautast á ýmsa staði utan sem innan klósettskálarinnar.

Íslendingar vilja nú telja sig frekar hreinláta að eðlisfari, en samt var enginn í hópnum sem mælti með sprautuhreinsuninni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband