Leita í fréttum mbl.is

Hótel Forum

Hotel ForumHótelið sem við vorum á var afar gott íbúðarhótel.  Íbúðirnar voru mjög stórar; okkar var þriggja herbergja með tveimur baðherbergjum og þrennum svölum.  Ég hugsa að íbúðin hafi verið um 80-90 fm. í allt.  Svo nóg var plássið.   Íslensku ferðaskrifstofurnar höfðu leigt allt hótelið svo það voru einungis Íslendingar á því, sem þýddi að maður heyrði bara íslensku á laugarbakkanum.  Tyrknesku þjónarnir skyldu líka smá íslensku og höfðu gaman af því að spreyta sig á henni.

Sundlaugargarðurinn var stór með tveimur laugum; Stórri djúpri laug og barnalaug.  Dýpt laugarinnar gerði það að verkum að hún var þægilega svöl langt fram eftir degi í hitanum.  Og af því að það voru bara Íslendingar á hótelinu þá viðgekkst sá siður að rífa sig upp snemma á morgnana og fara út með handklæði til að tryggja sér bekki.  Fáránlegt.   Ég hugsa að það hafi aldei verið legið á nema helming bekkjana í einu, svo í raun var engin þörf á að taka frá bekki.

Sundlaugargarðurinn á ForumHótelið er vel staðsett við aðalgötu bæjarins, með stóra matvöruverslun við hliðina og stutt á ströndina.   Við þurftum mikið af vatni og öðrum drykkjum svo eins gott að hafa búðina við hliðina á hótelinu.

Maturinn á hótilinu var mjög góður en í dýrari kantinum og með mjög hægri þjónustu.  Maður beið ekki minna en einn og hálfan tíma eftir matnum góða.  Svo við borðuðum aðeins tvisvar á hótelinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 206334

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband