Leita í fréttum mbl.is

Tyrkland

Í Tyrklandi búa rúmlega 73 milljónir manna og er fólkfjölgun um 1,2 % á ári.  Langstærsta borgin er Istanbul með um 15.000.000 íbúa.  Næst kemur höfuðborgin Ankara með um 4500.000 íbúa. Tyrkir verða nokkuð eldri en ég bjóst við en meðalaldur kvenna er 74 ár og 69 ár hjá körlum.

Tyrkir eru ekki beint trúaðir þótt 98 % þjóðarinnar játi Islamska trú.  Um 50 % Tyrkja segjast ekki rækja trú sína eða rækja hana lítið.  Engu að síður byggja þeir moskur í öllum þorpum og bæjum.  Í landinu eru alls rúmlega 72.000 moskur; meira en í nokkru öður landi.

Landið er stórt eða 814.570 ferkílómetra.  Þótt landið sé hálent er það afar gróðursælt og frjósamt.  Ég bjóst við að sjá eyðumerkur og nakin fjöll en sá þess í stað gróðurvaxin fjöll og stöðuvötn.  Af vatni er miklu meira en nóg og þeir nota það óspart til að þvo bíla og stéttir.  100_2056

Læsi er almennt og vaxandi og er 94 % karlmanna læsir og 80 % kvenna.  Átta ára skólaskylda er í landinu fyrir bæði kyn og eftir það taka við framhaldskólar og háskólar.  Leikskólar þekkjast hinsvegar varla og er aðeins um 2 % barna sem fara á slíka skóla.  

Stjórnarskráin og lagabálkar taka mið af Evrópskum lögum.  Menning þeirra er mjög blönduð af vestrænni og einhverskonar austrænni menningu.  Tyrkir eru ekki af arabískum uppruna og finnst vera móðgun ef þeir er bendlaðir við það.  Tyrkir tóku upp Evrópskt letur 1923.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband