Þriðjudagur, 4. júlí 2006
Heimsókn í Selvoginn
Þann 25. júní síðastliðinn ákváðum við með engum fyrirvara að renna niður í Selvog. Búið að rigna mikið undanfarna daga og nú gafst loks þurr dagur. Okkur langaði líka að skyggnast eftir einhverjum bala til að tjalda á einhvern tímann seinna. Sú leit bar ekki árangur en í staðinn fundum við nokkuð annað.
Við stoppuðum m.a hjá hraunhjúkum sem skera sig lítilega frá frekar tilbreytingarlausu landslaginu. Og þar fyrir tilviljun fundum við manngengan og allstórann helli. Hellirinn var þurr og víður og á tveimur stöðum voru gamlar beinagrindur af kind. Þrep af mannavöldum voru niður í hellinn.
Við enduðum svo ferðalagið með því að fara í kaffi á kaffihúsinu T-bær. Þetta er alveg sérstakt kaffihús, sem Sigfríður nokkur hefur komið á fót og rekur af myndarskap. Hún segist vera með opið frá maí og fram í september og stendur vaktina ein lengst af frá morgni til kvölds. Ef lítið er að gera hallar hún sér. Þarna er boðið uppá kaffi, sælgæti og kökur. Hún tekur einnig á móti stærri hópum og þá gjarna í kjötsúpu. Á túninu í kringum kaffihúsið er tjaldstæði. Því miður gleymdum við alveg að taka mynd af Sigfríði og kaffihúsinu hennar en fundum eina ágæta á Netinu. Myndir úr ferðinni fylgja hér að neðan.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206222
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.