Mįnudagur, 16. aprķl 2007
"Zone" eša svęši sem valda truflun į heilastarfssemi.
Ég var į fundi fyrr ķ kvöld žar sem einn fundargesta kom meš žį tilgįtu aš įkvešnum "zone" eša svęši vęru til žar sem svo mikil truflun į heilastarfsemi ętti sér staš aš viškomandi breyttu hegšun sinni gjörsamlega. Žessu til stašfestingar benti hann į įkvešiš svęši į Engjaveginum fyrir framan Vallaskóla. Fólk vęri meš alla heilastarfssemi ķ lagi žar til žeir kęmu inn į įkvešiš svęši en žį skyndilega bilaši öll skynsemishugsun. T.d stoppi fólk bķla sķna į mišri gangbraut og "hendi" žar śt börnum, eša börn fari einhversstašar yfir götuna į milli bķla allstašar annarstašar en į gangbraut. Žegar bęši fulloršnir og börn vęru komin śt af svęšinu žį vęri heili žess farinn aš virka ešlilega og allir snśa sér aš verkefni dagsins.
Undirritašur er samfęršur um aš žessi kenning er rétt og telur slķk svęši allmörg į Selfossi. Sem dęmi mį nefna Nóatśn į įlagstķmum. Fólk gengur glatt ķ bragši inn ķ verslunina, en fljótlega fer heilinn aš snappa og fólk getur įtt žaš į hęttu aš hreinlega sturlast žar; kaupir eins og lķfiš eigi aš leysa, fólk og rķfst, troppast og skammast yfir röšum, veršlagi eša starfsfólki. En um leiš og viškomandi er kominn śt žį hrekkur heilastarfssemin ķ lag aftur og viš tekur sama gamla višmótiš. Annaš slķkt "zone" eša svęši er ķ kringum Esso bensķnstöšina. Žar fer fólk skyndilega ķ žann gķrinn aš žaš hefur skyndilega gleymt öllum umferšareglum; ekur žvers og kruss, bakkar og leggur bķlum žannig aš engin heilbrigš skynsemi er sjįanleg. En um leiš og af svęšinu er komiš hrekkur aksturslagiš aftur ķ rétta gķrinn.
Held aš vęri skynsamlegt aš kortleggja žessi svęši og hefja myndbandsupptökur af žeim til aš sanna kenninguna. Hver vill vera memm ?
Flokkur: Vķsindi og fręši | Facebook
Tenglar
Góšar slóšir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.