Sunnudagur, 11. júní 2006
Ganga með Hornstrandarförum
Við Gugga ákváðum að ganga með Hornstrandarförum og Ferðafélagi Íslands á Reykjarnesinu í gær. Gangan hófst kl. 11.00 og var gengið með tveimur "köffum" til 17.00. Gengið var frá Reykjanesvita í norður um strandlengjuna og misúfið hraun. Þetta er nú fremur eyðilegt landslag ef satt skal segja en engu að síður um margt forvitnilegt t.d út frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Veðrið var alveg þokkalegt; þurrt en lágskýjað og stutt í þokuna.
Að göngu lokinni var farið í sund í Sandgerði(þar sem ég þurfti nú að gleyma sundskýlunni minni) og svo út að borða á matsölustað sem heitir Vitinn. Að matnum loknum tók við samsöngur til kl. 11.00. Þannig að við Gugga vorum nú ekki komin aftur heim fyrr eftir miðnættið.
Þetta er í annað sinn sem ég fer í gönguferð með Horstrandarförunum og þessar ferðir eru vel skipulagðar hjá þeim og hin besta skemmtun. Yfirleitt eru á bilinu 80 - 100 manns í hverri göngu.
Hér að neðan má smella til að sjá myndir.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.