Leita í fréttum mbl.is

Einföldun væri vel þegin

Lífið er fullt af dásamlegum hlutum og tækifærum... það verð ég nú að segja.  Hinsvegar verða hversdagsleg atriði furðu flókin við venjulegan heimilisrekstur.  Tölvu- og fjarskiptatæknin er m.a annars að skapa mér ómælda aukavinnu.

Á heimilinu eru fjórar PC vélar, tvær leikjatölvur fyrir sjónvarp og tvær litlar leikjatölvur.  Það eru núna fjögur sjónvarpstæki, fjórar starfrænar myndavélar og tvær stafrænar upptökuvélar og ein videóupptökuvél.  Það eru 5 gsm símar og tveir ipod-arar.

Ég þarf helst að vera með rafvirkja einu sinni í mánuði að leggja fyrir rafmagnstenglum, þráðlausum sendum og sjónvörpum.   Það þarf vírusvarnir og nýja innsetningu á hugbúnaði með hverju tæki.  Það eru allir diskar að fyllast af stafrænum myndum og engin myndavél notar sama hugbúnað.  Flestir rafmagnstenglar eru með fjöltengli og út um allt svo hægt sé að stinga þar hleðslutæki í samband.  Hugsa að hleðslutækin séu ekki færri en 10 í notkun. 

 Mér er sagt að í framtíðinni munu fjöldamörg tæki  fyrr eða síðar renna saman í eitt.  Það ætti að verða munur.    Ég myndi gjarnan vilja að það væri til tæki sem væri sími, heimilistölva, sjónvarp, myndavél, leikjatölva og gagnageymsla.  Helst ætti bara að vera til ein tegund...t.d Samsung eða Sony.   Slík einföldun væri vel þegin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Sammála frændi, slík uppfinning myndi spara margar hausklórur

Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.4.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband