Miðvikudagur, 7. júní 2006
Hvítasunnuhelgin
Ætlaði að vera búinn að segja ferðasöguna fyrir löngu. En á föstudaginn fyrir Hvítasunnu fórum við vestur í Dali; ég Gugga, Rikki og Jana vinkona Rikka. Veðrið á föstudagskvöldinu var afar fallegt og Dalirnir heilluðu.
Laugardagurinn var notaður í að pikkast aðeins í garðinum hennar mömmu og svo fórum við í sund á Reykhólum og þaðan í kaffi á Reykjarbrautinni hjá Gústa og Herdísi. Nauðsynlegt að fá svona af og til fréttir af mannlífinu í Reykhólasveitinni. Svo enduðum við aftur í bláa húsinu á Brunná og grilluðum og fl.
Sjálfan Hvítasunnudaginn var lagt snemma að stað og ferðinni heitið í Vesturbyggð, nánar tiltekið í Örlygshöfnina, þar sem mamma og pabbi hafa fært búsetu sína. Hvítasunnusteikin beið okkar þar og svo síðdegis skoðuðum við safnið sem mamma stýrir á Hjóti. Eftir svartfuglsegg og einhverjar Arnfyrskar hveitibökur var svo haldið aftur heim í bláa húsið.
Mánudagurinn var notaður m.a í langa fjallgöngu. Tiltekt og síðan ekið heim á Selfoss. Frábær ferðahelgi að baki með brúklegu veðri mestallan tímann.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gott að geta kíkt til samstarfsmanna sinna í bloggsíðuna þeirra og þakka fyrir ljúft og gott samstarf síðasta vetur. Hugmynd þín um að óska eftir hugmyndum hvert fara skyldi í kennaraferð að ári eða svo fannst mér mjög snjöll og gefa okkur starfsmönnum tækifæri bæði til að velja stað og ekki síður að taka þátt í að skapa umgjörð og undirbúning ferðarinnar. Bestu sumaróskir til ykkar hjóna og fjölskyldunnar frá Heiðmari.
Ingi Heiðmar Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.