Sunnudagur, 18. mars 2007
Íslandsmeistaramótið í Júdó
Í gær, laugardaginn 17. mars, fór fram Íslandsmeistaramót Júdósambands Íslands. Mótið var haldið í salarkynnum Júdófélags Reykjavíkur. Sú aðstaða er með allra þrengsta móti til slíks móts, áhorfendaaðstaða af skornum skammti og þröngt um alla, bæði áhorfendur og keppendur.
Þeir Stulli og Keli voru skráðir til leiks á vegum Júdódeildar Ungmennafélags Selfoss og var þetta annað mót Kela og fyrst mót Stulla eftir að þeir hófu æfingar í haust.
Þeim gekk báðum vel og kræktu sér í verðlaun fyrir árangurinn. Stulli lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki og Keli lenti í þriðja sæti í sínum flokki. Að auki náði sveit Selfoss í 15 -16 ára öðru sæti svo Keli fékk þar silfur.
Við Gugga tókum nokkrar myndir og hefur þeim verið komið fyrir í myndaalbúmi á síðunni. Hægt er að nálgast þær á þessari slóð: http://loi.blog.is/album/IsandsmeistarmotidiJudo2007/
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.