Fimmtudagur, 18. maí 2006
Stafrænar myndir
Mér er orðið ljóst fyrir nokkru að ég er ekki einn um það að koma ekki stafrænum myndum mínum á staði þar sem aðrir geta skoðað þær. Hundruðum saman safnast þær upp á harða diskinum mínum. Ég tek skorpu og skorpu í að fara í gegnum myndir í myndvinnsluforriti; eyða rauðum augum, breyta lýsingu og "kroppa" þær til. En síðan eru bara myndirnar þarna. Sem betur fer eru þær nú í fartölvu svo ég get þegar mikið liggur við tekið tölvuna og farið með fram í stofu og sýnt gestum nýjustu myndirnar úr síðasta afmæli eða ferðalagi. En einhvernveginn þá er maður ekki vanur því, og það er minna mál að setjast niður og fletta myndalbúmum heldur en að setja "show" á tölvu í gang fyrir gesti.
Þá verð ég að viðurkenna að ég hef áhyggjur af öllum þessum framförum í rafrænni gagnageymslu; mun ég t.d geta notað tölvu eftir 5 ár til að lesa CD gagnadisk ? Tæplega. Og hvað ef blessaði harði diskurinn minn hrynur nú (reyndar ekki líklegt ég er með ASUS) ? Eina ráðið sem ég sé er að drullast til að skrifa myndirnar á CD disk og láta framkalla þær á gamla máttan, eða reyna að fjárfesta í perntara sem skilar sömu myndgæðum. Já aftur til fortíðar til að redda sér.
Allavega maður þarf að hafa sig allan við í umsjón með þessum myndum. Svo eru það gömlu vídeóspólurnar með fjölskyldumyndunum...en það er nátttúrulega saga í annað blogg.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef séð margar gerðir af skrám verða ónothæfar vegna breytinga í tækni
Ég hvet þig eindregið til að skoða
http://en.wikipedia.org/wiki/OpenDocument
Ég hef ávallt leitast við að ráðleggja öllum sem vilja hlusta að koma sér upp afritum af mikilvægum gögnum og hafa þau á því formi sem unnt er að nota í framtíðinni
Það veit enginn hvað gögn eru mikilvæg fyrr en þau týnast
Open Document Format
http://en.wikipedia.org/wiki/Linux
Björn (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.