Sunnudagur, 18. desember 2011
Windows - hljómar það aðlaðandi ?
Maður veltir þvi fyrir sér hvort það sé nokkuð til að auka sölu hjá Nokia að vera með hugbúnað frá Windows. Veldur mér léttum þyngslum vinstra megin í höfðinu að hugsa til þess.
Frelsandi að sjá Google en íþyngjandi að sjá Windows í auglýsingum.
Nýr sími Nokia fær góða dóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það hljómar ekki aðlaðandi !
Bjössi (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 12:21
Nokia - Microsoft - blindur leiðir blindan!
Teitur Haraldsson, 19.12.2011 kl. 12:42
Nokia framleiðir bestu símana á markaði í dag, eina ástæðan fyrir því að þeir hafa dregist aftur úr er hugbúnaðurinn.. Þetta er tilraun til úrbóta, en ég er reyndar hræddur um að Android (Google) sé búin að vinna þessa baráttu, 3 af hverjum 4 símum sem seldir eru í dag eru með Android stýrikerfi.. svipuð staða og Nokia var í fyrir um 5 árum síðan..
En tíminn mun leiða þetta allt í ljós..
Eiður Ragnarsson, 20.12.2011 kl. 11:06
Nokia framleiddi einu sinni bestu símana.
Í dag er besti síminn frá Samsung, SGS2.
Teitur Haraldsson, 20.12.2011 kl. 13:39
Teitur, hefurðu prófað síma með Windows Phone 7 ?????
Páll Blöndal, 21.12.2011 kl. 12:59
Allt er betra en Apple
Darri Snær (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 17:12
Ég hvet ykkur til þess að skoða Windows Phone 7. Stýrikerfið hefur fengið mjög góða dóma og er alls ekkert í líkingu við stóra bróður sinn. Með WP7 byrjaði Microsoft algjörlega upp á nýtt og kom með flott og ferskt stýrikerfi.
Ef þú spyrð mig þá finnst mér Android frekar vera íþyngjandi heldur en WP7 með sínar fjölmörgu útgáfur og skinn sem framleiðendur hafa hrannað ofan á það, oft til þess verra.
*Ætla að halda því til haga að annars er ég Makka maður ;)*
Eiður (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 21:26
Ég hef verið að nota og prófa tvo síma samhliða, Samsung Galaxy með Android og HTC Trophy með Windows Phone 7 stýrikerfinu.
Símarnir eru báðir í dýrari kantinum þ.e 90-110 þús.
Niðurstaðan: Windows Phone 7 er mun skemmtilegri, liprari og betri að mínu mati.
NB. ég prófaið aldrei gömlu útgáfurnar af Windows Mobile. Skilst að þær hafi verið mislukkaðar.
Ég tek undir með Eiði. Prófið síma með WP7.
Páll Blöndal, 22.12.2011 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.