Laugardagur, 13. maí 2006
Samkeppni
Ef maður ber saman vexti stærstu bankanna þriggja, sem reyndar er æði mikil vinna, er niðurstaðan að óverulegur munur er á kjörum þeirra. Ef fengin eru tilboð í tryggingar frá tryggingafélögum kemur ekki í ljós mikill munur, en samt er mjög flókið að bera tilboð tryggingafélaga saman. Ef skoðuð er verðskrá stærstu olíufélaganna er óveruelgur munur á bensíni og olíu hjá þeim. Ef bornar eru saman nokkrar vörutegundir í Bykó annarsvegar og Húsasmiðjunni hinsvegar finnst ekki mikill verðmunur. Ef skoðuð er gjaldskrá Og vodafone og Símans finnst ekki mikill munur. Næstum enginn munur er á gjaldskrá orkusölufyrirtækja á rafmagni og svo framvegis.
Ofangreindir þættir er stór sneið í neyslu hvers og eins og ekki hægt að velta því fyrir sér hversvegna ekki sé meiri samkeppni. Öll þessi fyrirtæki sýna góðan hagnað hvert einasta ár. Að maður skuli treysta þeim til þess að vera með heiðalega álagningu og að maður skuli vera viss um að ekki sé verðsamráð - slíkt hvarflar varla að nokkrum manni. En samt líðst þetta ár eftir ár !
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitt og annað sem þyrfti að gera varðandi lánastarfsemi á Íslandi.
Það var ekki sérlega gáfulegt kerfi hér á árum áður þegar neikvæðir vextir voru í gangi árum saman og fólki kennt að lán þyrfti ekki að greiða tilbaka nema að hluta.
Það kerfi aldi upp skuldasöfnunaráráttu íslendinga og enginn var maður með mönnum nema hann gæti fengið lán.
Á þessum tíma var verið að telja börnum trú um að sparnaður væri góður kostur á sama tíma og verið var að brenna sparnaðinn þeirra á verðbólgubálinu.
Eitthvað þurfti að gera í málinu og það óyndisráð að taka upp verðtryggingu varð ofaná.
Bankarnir geta óhultir lánað með veð í fasteignum, uppáskriftum ættingja skuldara og verðtryggingu.
Það þyrfti að afnema verðtryggingu, hefta prentun íslenzkrar krónu umfram eignir landsmanna og bezt væri að taka upp evru eða gull sem gjaldmiðil.
Fleiri og fleiri eru farnir að sjá að núverandi kerfi er ekki ásættanlegt til lengdar.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er kominn í þrældóm við að þjónusta lán sín hjá bönkunum.
Við sem eigum peninga í bönkunum og skuldum ekkert erum í betri stöðu en við sjáum ekki svo mikið af þessum gróða heldur.
Verðtryggingin sem ég fæ á mína peninga er ekki sú sama og sú sem bankarnir nota til útlána.
Það er ekkert óvanalegt að verðtryggingin sem ég fæ lækki líka sem hin gerir ekki.
Bankarnir gera bara það sem lög gera ráð fyrir og því er þetta spurning um að breyta lögunum.
Þeir sem eiga pening eiga rétt á að fá greitt fyrir að lána þann pening en þetta má ekki vera þannig að um okurstarfsemi sé að ræða.
Með upptöku evru væri unnt að stunda sín viðskipti við erlenda banka.
Björn (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.