Fimmtudagur, 13. október 2011
Fyrsta ferðin
Fyrsta fjölskylduferðin var farin í tilefni 50 ára afmælis mömmu. Ferðin var og í boði hennar. Áfangastaður var Grímsey. Þótt fjölskylduferðir hafi verið uppfrá því fastur liður á hverju ári og farið víða; fleiri eyjar og jafnvel erlendis, verður að segjast að fyrsta ferðin var hvað eftirminnilegust.
Þessi mynd er frá siglingunni út í Grímsey. Anna hlýjar sér í höndum afa síns og Keli, Birna og Kristín eru hvert og eitt í sínum heimi.
Það hefur alltaf vafist fyrir okkur Guggu afhverju Keli spennir svona greipar. Við urðum hinsvegar enn meira undrandi þegar við uppgvötuðum að hann spennir svona greipar á tveimur öðrum myndum í albúminu sem ég er nú að skanna inn. Hafi einhver sagt þegar myndin kom úr framköllun " ja hérna minn...hann Keli verður áreiðanlega prestur" þá er þó orðið ljóst núna að á því hefur hann alls engan áhuga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.