Laugardagur, 8. október 2011
Útsýni
Ég hef velt því nokkuð fyrir mér hvort það skipti máli fyrir heilsu sálarinnar að hafa gott útsýni frá heimili sínu. Nú er útsýni afar mismunandi; alveg frá því að vera mikið og fallegt yfir í það að vera ekki annað en næsti garður og gata. Það er samt ekki þannig að allir sækist eftir útsýni en þó ljóst að margir gera það og flestir hafa ekkert á móti því. T.d. er ljóst að húsnæði með fallegu útsýni er eftirsóknarverðara en annað húsnæði. Slíkt má greinilega lesa út úr fasteignaviðskiptum.
Nú hef ég heyrt fullyrðingar fólks eins og; að gott útsýni auki orku, að það að búa við fallegt úsýni gefi fólki meiri ró og að fallegt útsýni fái fólk til að fara meira út. Ég hef líka heyrt að gott útsýni sé lúms tímaeyðsla sem enginn hafi grætt neitt á.
Húsið mitt á Siglufirði hafði stórkostlegt útsýni yfir tjörn og inn í fjörð. Á veturnar í mánaskini var þetta nánast ævintýralegt. Á Reykhólum er einnig dásamlegt útsýni og úr íbúðinni, sem við bjuggum í, ... var það stórkostlegt; Breiðafjörðurinn með allt sitt ljósaumrót, vetur jafnt sem sumar. Svo hér í Búðardal er furðu fallegt og gott útsýni, eitthvað sem hefur alveg farið framhjá mér í æsku. Sérstaklega eru alveg magnað samspil sólar og þoku á Hvammsfirðinum og endalaus litatilbrigði sólseturs.
Mér finnst gott útsýni gera mig þægilega latan og áhugalausan. Bara staður og stund. Endurtekið efni en aldrei eins. Kannski þögn eða kannski fugl.
Kaffi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.