Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Leikskólakennarar á leið í verkfall
Í upphafi ársins lýsti Haraldur formaður félags leikskólakennara stöðunni í eftirminnilegri grein en hann var þá deildarstjóri á leikskóla í Hafnarfirði. ,, Ég er 36 ára menntaður leikskólakennari í 100% starfi með þriggja ára háskólanám að baki og 12 ára starfsreynslu á leikskóla. Ég er deildarstjóri og ber ábyrgð á 23 börnum. Ég er yfirmaður annarra kennara á deildinni, ber ábyrgð á því að allir kennarar vinni gott starf og fari eftir Aðalnámskrá leikskóla og Skólanámskrá Hörðuvalla. Ég er líka hópstjóri 8 barna á deildinni og sé um að skipuleggja starfið fyrir þann hóp. Ég ber ábyrgð á lyfseðilskyldum lyfjum eins og rítalíni sem sum börn þurfa að taka. Ég þarf að búa til sérstaka matseðla, vigta allan mat og reikna út með flókinni reiknisformúlu svokallað phenamagn fyrir barn með sjaldgæfan efnaskiptagalla sem heitir PKU. Ég þarf að skrá það niður allan daginn og senda svo rétta tölu til foreldra. Ef ég geri mistök get ég átt þátt í því að barnið hljóti varanlegan heilaskaða. Ég sé að mestu leyti um tónlistarstarf deildarinnar. Ég fer vikulega á yngstu deildina og sé um tónlistarstarfið þar. Ég sé nær undantekningarlaust um sameiginlegan söngfund leikskólans. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Ég fæ 5 klukkutíma á viku til að undirbúa allt starfið, eiga samtöl við foreldra, reyna að uppfæra heimasíðuna, kynna mér nýjar stefnur og strauma og margt fleira sem fellur undir starfssvið mitt. Fyrir þetta fæ ég útborgað rétt rúmlega 200 þúsund á mánuði. Ég er hæst launaðasti kennarinn á deildinni. Á launaseðli mínum um hver mánaðarmót stendur „Þú ert hálfviti, við berum enga virðingu fyrir þér“
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.