Leita í fréttum mbl.is

Heitt elskuðu bláberin fá sitt

Á Súðavík er verið að undirbúa skemmtilega hátíð helgina 26.ágúst - 28. ágúst. Um er að ræða alþjóðlega bláberjahátíð hvorki meira né minna.  Er von á gestum um langan veg; til að mynda frá Ástralíu.  Dagskráin er metnaðarfull og mikið fagnaðarefni að okkar heittelskuðu bláberjum sé gerð svo góð skil.

Ekki er nú staðsettningin neitt slor því víða við Djúpið er svo mikið af aðalbláberjum að það er lyginni líkast. Þannig heldur móðir mín því stöðugt fram að á Snæfjallaströndinni séu bláberin á stærð við litlar appelsínur. Aðstandendur hátíðarinnar hafa sett saman frábæran vef; www.blaberjadagar.com , sem er skylda að skoða.

Þá er það gleðilegt að hinn  einstaki vefur www.berjavinir.com  hefur hafið fréttir af berjasprettu hér og þar um landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Lói minn.  Undirbúningur uppskeruhátíðarinnar er í fullum gangi.  Berin hafa tekið vel við sér þrátt fyrir kalt vor sem gerir það að verkum að hátíðin er á hárréttum tíma.  Við reynum að höfða til allrar fjölskyldunnar og hafa gaman saman.  Meðal annars er Bláberjamaraþorn, keppni í að filla fötu af berjum, bláberjakökuáti og matarveislu í Raggagarði www.raggagardur.is.  Tónlistarveisla föstudagskvöldið og ekta sveitaball á laugardagskvöldið.  Keppt í leikjum fyrir krakka, flottasta bláberjabrosið og margt fleira.

Hápunturinn verður í Melrakkasetrinu þegar Konráð Pálmason heldur fyrirlestur um bláber kl: 14.00

Nú er að undirbúa heimsókn til Súðavíkur þessa helgi.  Hér eru bæði sumarhús og flott tjaldstæði.

Bogga Arnars (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 206519

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband