Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Öfgarnar finnast allstaðar er það ekki ?
Ég hugsa að Norðmönnum hafi ekki dottið í hug að mikil hætta fælist í öfgafullum hægrisinnuðum skoðunum. Eftir hryðuverkin sjá Norðmenn nú hlutina í öðru ljósi og kappkosta að mæta öfgaskoðunum með auknu lýðræði og opnu víðsýnu hugarfari. Það er því ekki órökrétt að fylgi við aukna alþjóðlega samvinnu aukist.
Hér á moggablogginu er nokkuð algengt, af þeim sem eru á móti ESB, að nota neikvæð og jafnvel særandi orð um það sem útlent er. Dregin er upp sú mynd að það sé ógn af erlendum áhrifum. Þeir sem aðhyllast ESB eru úthrópaðir og settir í flokk föðurlandssvikara. Það sem er íslenskt er álitið best.
Þannig umræða angar ekki af umburðarlyndi gagnvart fólki né víðsýnu hugarfari. Hún er einkennist af þjóðernisrembingi og niðrandi hugarfari. Ég hygg að slíkt hugarfar og orðræða njóti ekki vinsælda til lengdar í menntuðum lýðræðisþjóðfélögum og en síður eftir hægrisinnuð hryðuverk.
Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil bara benda kurteisleg á að á stefnuskrá ungliðahreyfingar verkamannaflokksins norska, er að berjast gegn Evrópusambandsaðild.
Þetta eru börnin og ungmennin sem urðu fyrir þessari hatrömmuárás.
Stefnuyfirlýsingin hljóðar svo á heimasíðu þeirra:
Hver skyldi túlkun þín vera á því, svona þegar þér er í mun að misnota harmleik þennan í pólitísku ályktanahrapi.
Ekki dettur mér það allavega í hug, en lægra getur þú varla lagst hér, þar sem þú bergmálar öfga Eiríks Bergmanns og fleiri i þessu sambandi.
Ég held þú ættir að skammast þín.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.8.2011 kl. 13:01
Rangt, Eyjólfur. Andstaða við ESB hefur ekkert með þjóðerningsrembing að gera og því síður með auvirðilega nýnazista að gera. Andstaða okkar lýðræðissinnuðu fullveldissinna við ESB byggir á þeirri sannfæringu, að þjóðríki eiga að hafa sjálfsákvörðunarrétt, enda hafa aðildarríki ESB misst þann rétt með hörmulegum afleiðingum. Við viljum ekki sameinaða Evrópu undir forystu Þýzkalands. Við viljum ekki að enginn megi gera neitt hér á landi án þess að senda beiðni til Bruxelles. Og við viljum ekki þurfa að taka við tilskipunum frá framkvæmdarstjórninni, sem enginn hefur kosið.
ESB er og verður aldrei tákn lýðræðis, heldur þvert á móti, eins og Nigel Farage hefur oftsinnis bent á. Þannig eiga öfgahægriþrjótar eins og Breivik og aðrir nynazistar meira sameiginlegt með embættismannaveldinu í Bruxelles en ktratarnir vilja viðurkenna.
Skipulag ESB minnir ýmist á Þriðja ríkið og Sovétríkin og þar var víst lýðræðið ekki fyrirferðarmikið. Að Breivik hafi verið á móti ESB skiptir engu máli,því að hann hefði sæmt sér vel sem forseti framkvæmdarstjórnar ESB og enginn myndi sjá neinn mun. En það er alveg gefið að Verkamannaflokkurinn mun notfæra sér ódæði hans sér til framdráttar og bera alla ESB-andstæðinga saman við þennan psychopath.
Hins vegar eru kratar á Norðurlöndum svo blindir, að þeir sjá ekki hvernig aðildarríki sambandsins eru orðin að ófullvalda vassalríkjum ESB-báknsins (ESB-ríkisins) og það vill hvorki meirihluti Norðmanna né meirihluti Íslendinga. Ekki vegna þjóðerninsrembingas, heldur vegna þess að við vitum hvernig ESB er og hvað það stendur fyrir.
Ljótasta og öfgafyllsta formið af alþjóðahyggju, eins og norski Verkamannaflokkurinn og Samfylkingin hér á landi aðhyllast, er að vilja sölsa sitt eigið land undir erlend yfirráð. Það eru svik. Það eru sósíaldemókratískir öfgar, og rétt eins og Nazionalsozialismus hafði ekkert með raunverulegan sósíalisma að gera, þá á sósíaldemókratismi heldur ekkert skylt með lýðræði.
Vendetta, 4.8.2011 kl. 13:18
Það er upplyftandi að sjá að ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur ESB-andstöðu á stefnuskrá sinni, eins og Jón Ragnar bendir á, og vona ég að það breytist ekki.
Vendetta, 4.8.2011 kl. 13:25
Fyrirgefðu, Jón Steinar átti það að vera.
Vendetta, 4.8.2011 kl. 13:26
Eyjólfur, ég held að okkur sé það lífsnauðsynlegt að telja íslenskt best. Það myndi bresta á mun alvarlegri fólksflótti en þegar er í gangi ef EKKERT væri landi og þjóð til ágætis.
Við búum við hryssingslegra veðurfar allt árið en gengur og gerist á meginlandinu. (lesist: innan ESB)
Ferðafrelsi okkar takmarkast við flugsamgöngur, þar sem flestir aðrir, innan ESB og utan, geta sest upp í fjölskyldubílinn og ekið hvert á land sem er.
Við getum ekki skroppið yfir landamæri til þess að gera hagkvæmustu innkaupin, sem eru jú enn misjöfn á milli ESB landa.
Matvælaverð okkar verður alltaf hærra en í ESB löndum vegna flutningskostnaðar. Hvort sem flutt er á sjó eða í lofti.
Húsnæðiskostnaður er líka hærri en víða gerist því það þarf ekki bara að byggja húsin með (fellibylja)rokið og láréttu rigninguna í huga, heldur líka með jarðskjálftavörn.
Landfræðileg einangrun og fjarlægð frá mörkuðum, glysi og glaumi heimsins er staðreynd sem jafnvel aðild að ESB fær engu um breytt.
Þetta er mín skoðun :)
Kolbrún Hilmars, 4.8.2011 kl. 13:31
Það var reyndar fáránlegt af Aarebrot að túlka skoðannakönnunina svona og enn fáránlegra af mogganum að birta könnunina undir þessari fyrirsögn. Þessi frétt segir ekkert nema að þekking stjórnmálafræðingsins og blaðamansins á tölfræði sé í algjöru lágmarki.
Niðurstaða svona kannanna taka almennum sveiflum bæði milli úrtaka og milli tímabila. Það er eðlilegt að tölurnar rokki eitthvað til og frá. Það er þess vegna alveg eins líklegt að hérna sé bara um handaháfskendar sveiflur að ræða sem eru oftúlkaðar eftir þennan atburð. Túlkinunin er svokölluð post hoc ergo propter hoc rökvilla.
Út af því að niðurstöður sveiflast handahófskennt er eðlilegt að birta svokallað 95% öryggisbil með niðurstöðunum. Það segir að séu tekin óendanlega mörg úrtök úr sama þýði myndi niðurstaðan lenda á ákveðnu bili í 95 af hverjum 100 úrtökum. Það er einföld reikniaðgerð að reikna það og furðulegt að fjölmiðlar birta það aldrei með fréttum um skoðanakannanir. Skarist öryggisbilin á (segjum að núna hafi þau verið nei = 68,8% +- 3,5% sem sagt að líkurnar á að fá úrtak þar sem 65,3% - 72,3% aðspurðra segi nei séu 95%, og fyrir árásirnar hafi öryggisbilið verið nei = 73,4% +- 2%, sem sagt að líkurnar á að fá úrtak þar sem 71,4% - 75,4% segja nei séu 95%) þá er talað um að samanburðurinn sé ómarktækur. Það er að ekki sé hægt að segja að það sé munur á niðurstöðunum af öðurm ástæðum en vegna tilviljunar.
Í stuttu máli. Tölfræðilega er fáránlegt að komast að þeirri niðurstöðu að hryðjuverkaárásirnar hafi haft áhrif á afstöðu norðmanna til ESB-aðildar
RBBS (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 14:32
Það er rétt sem RBBS segir. Munurinn var innan skekkjumarka og þess vegna ekki marktækur.
Vendetta, 4.8.2011 kl. 17:05
Er ekki Eyjólfur að segja okkur öllum að spara stóru orðin?
Það er enginn öfga-hægrimaður þó svo að hann vilji ekki ganga í ESB.
Ef svo væri, þá væri stór hluti míns vinahópar hægri-öfgamenn.
En spara stóru orðin:)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 21:18
hefur einhver velt því fyrir sér, hví í andskotanum þessi berevik er endalaust í fjölmiðlum...!?
af jafn sturluðum manni og hann hlítur að vera, hlítur þetta að vera hans draumur í dós...
el-Toro, 5.8.2011 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.