Mánudagur, 6. júní 2011
Skotar
Það var gaman að heimsækja Skotland. Mér fannst Glasgow frekar óhrein og subbulega borg. Samt gömul og heillandi líka. Borgin er nokkuð stór (1,5 milljónir) og er lítt menguð af miklum háhýsum. Skotar sjálfur eru bara um 5 milljónir og hefur nánast því hvorki fjölgað né fækkað í 70 ár.
Skotarnir birtust mér sem hressir og vingjarnlegir. Margir lágvaxnir og feitlagnir þó. Umhverfi borgarinnar er fallegt, gróið og grænt. Mikið um vötn, tjarnir og ár.
Ég er núna að lesa sögu Skotlands og það er bara nokkuð merkileg lesning. T.d. vissi ég ekki að Skotar hafa alltaf haft eigin lagakerfi þrátt fyrir að vera innlimaðir í England uppúr 1700. Þá fundu þeir upp merkar íþróttagreinar eins og golf og curling.
En ég sá bara lítinn hluta landsins og gaman væri að ferðast þar meira um. Veit þó ekki hvort ég legg í að keyra þarna í vinstri umferðinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.