Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru litlu sætu eldgosin ?

Eftirfarandi er bloggið hans Illuga Jökulssonar frá því morgun á www.eyjan.is  

Ómar Ragnarsson sagðist í útvarpinu í morgun hafa fylgst með 23 eldgosum. Það eru líklega nokkurn veginn öll þau eldgos sem orðið hafa á minni ævi.  

Einhvern veginn var maður alveg gjörsamlega hættur að taka eldgos hátíðlega. Jú, ég man hvað eldgosið í Heimaey var grafalvarlegt mál, en hefur orðið eitthvert tjón að ráði í eldgosum á Íslandi eftir það?  Eldgos virtust orðin bara svona lítil og krúttleg túristagos. Reglulega gaus eitthvað smávegis í Grímsvötnum, en það voru aðallega bara svona huggulegir gosstrókar í fáeina daga – svo ekki meir.

Meira að segja ógnvaldurinn mikli, Hekla, virtist gjörsamlega búin að skipta um hegðun frá því sem maður les um í heimildum.  Í staðinn fyrir stórhættuleg risagos, þá gaus hún allt í einu fjölmörgum smágosum.

Ekkert af þessu var neitt hættulegt, svo ég var að minnsta kosti hættur að taka mikið mark á eldgosum – nema svona sem smá dægradvöl.  Eldgos voru hætt að vera ógnvekjandi. Þau voru ekki lengur Mikki refur, þau voru Lilli klifurmús.

Þangað til í fyrra.  Þegar Eyjafjallajökull (af öllum eldfjöllum á Íslandi!) sýndi með öskuregni sínu hvað eldgos geta verið í alvörunni. Og í útvarpinu í morgun virtist stefna í eitthvað alvarlegt líka.

Myrkur á Kirkjubæjarklaustri. Mannlíf „líklega ekki í hættu að svo stöddu“.

Maður varð einhvern veginn þrumu lostinn. Eldgos – að haga sér svona illa? Hvað var orðið af litlu sætu eldgosunum sem við vorum orðin vön?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband